Litrík og hlýleg leið til að lífga upp á umhverfið

Pappírsstjörnurnar frá Paper Starlights eru einstakar

  • Um Paper Starlight

    Þegar ég uppgötvaði Paper Starlights varð ég algjörlega heilluð en átti erfitt með að velja fyrir sjálfa mig og vissi að ég yrði að deila þeim með fleirum. Sérhver stjarna er sérstök því þær eru allar handbrotnaðar af umhyggju. Það sem heillaði mig einnig var hversu vel Paper Starlight er umhugað um sjálfbærni og fair trade; mér þykir vænt um að vita að þessar skreytingar eru gerðar úr umhverfisvænum pappír og að handverksfólkið sé í fyrirrúmi við framleiðsluna. Það er svo mikil ánægja að bjóða vörur sem eru í senn fallegar, snilldarlega gerðar og góðar fyrir umhverfið. Ég vona að þær færi heimili þínu jafn mikið ljós og þær færa mínu!

  • Að opna og nota stjörnurnar

    1. Stjarnan kemur í flötum pakkningum. Taktu hana úr þeim og settu hendina inn í efsta oddinn og lyftu honum varlega frá hinum.
    2. Endurtaktu þetta fyrir hvern odd og passaðu þig að hver oddur hafi náð lögun áður en þú færir þig yfir í næsta.
    3. Dragðu stjörnuna varlega saman með böndunum sem eru í hvorum enda hennar, færðu yfir ljósgjafann og hnýttu saman. Passaðu að stjarnan snerti ekki peruna til að forðast að hún hitni
    Ef þú ferð varlega með stjörnuna þína þá getur hún enst í mörg ár.
    Allar stjörnurnar eru hannaðar fyrir LED perur, allt að 5,5 vött. Gættu þess að peran snerti ekki neinn hluta af stjörnunni. Ekki setja stjörnur á perur yfir 40 vött.

    Hægt er að nota: LED perur, batteríisseríur, LED ljós með usb snúru eða hefðbundna heimillisseríu (ég mæli með warm white)

  • Umbreyttu hvaða rými sem er

    Stjörnurnar er hægt að nota til að færa birtu og lit í hvaða rými sem er. Ein stjarna sómir sér vel sem gluggaskraut eða til að setja yfir leslampa í kósý horni. Nokkrar saman geta stjörnurnar orðið miðpunktur athyglinnar í veislusal eða rými með háu lofti. Stjörnurnar eru einnig tilvaldar til að grípa athyglina í fallegri útstillingu í verslunargluggum.
    Ef þig vantar ráðleggingar um stíliseringu eða uppsetningu stjarna í veislu eða stærra rými er alltaf í boði að hafa samband við mig.